Sunnudagur - Kópaþreki 2008 lokið

Vel heppnuðu Kópaþreki er nú lokið. Krakkarnir voru vaktir í morgun kl. 9 og eftir morgunverð var hlaupaæfing hjá Sigga þjálfara. Síðan var borðað meira en boðið var m.a upp á grjónagraut, lifrarpylsu, brauð og ávexti. Eftir að krakkarnir höfðu slakað aðeins á var pakkað saman og verðlaunaafhending fór fram. Hægt verður að sjá úrslitin hér á síðunni.

Hópurinn í ár var einstaklega góður. Allir lögðu sig fram, unnu vel saman og voru jákvæðir. Þessa helgi hafa krakkarnir náð að kynnast hvert öðru við æfingar og skemmtun en það er einmitt markmið Kópaþreks að efla félagsleg tengsl þeirra ásamt því að auka þrek og þol þeirra.

Takk fyrir helgina og við sjáum vonandi sem flesta á ný á næsta Kópaþreki.

Skíðadeild Breiðabliks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kópaþrek

Höfundur

Skíðadeild Breiðabliks
Skíðadeild Breiðabliks
Kópaþrek Skíðakrakkar 13-16 ára
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG 5453
  • IMG 5459
  • IMG 5460
  • IMG 5463
  • IMG 5467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband