Laugardagur

Krakkarnir eru búnir að standa sig rosalega vel í dag.

Allir náðu að sofa vel þrátt fyrir að vindurinn hafi náð 29 m/s í hviðum í nótt! Undir morgun fór að lægja og morguninn hófst með kröftum morgunverði, hafragraut, súrmjólk, ávöxtum og brauðmeti. Síðan var krökkunum skipt upp í 10 manna blandaða hópa fyrir stöðvaræfingar.

Æfingar fóru fram viðsvegar um Bláfjöll og verða veitt verðlaun á morgun fyrir þann hóp sem náði bestum árangri. Á stöðvunum var m.a. bíll dreginn, klifrað var upp á skúr, yfir sandhól, hlaupið um brekkurnar með stangabúnt o.fl. Þrátt fyrir að rignt hafi á köflum og vindur blásið kvartaði enginn. Siggi þjálfari stjórnaði æfingunum af röggsemi með aðstoð foreldra í skíðadeild Breiðabliks. Er það aðdáunarvert hvað krakkarnir stóðu sig vel. Eftir þetta gafst smá hvíld áður en hollur hádegisverður var borinn fram, fiskur, salat og kartöflur.

Eftir hádegismat var haldið í rútum í Fífuna, íþróttasvæði Breiðabliks. Þar fór fram þrekpróf sem fólst í 3 km hlaupi, langstökki og kassahoppi. Eftir það var borðað og svo haldið í óvissuferð sem Eskimos ævintýraferðir sáu um (www.eskimos.is). Tekið var á móti krökkunum í Laugardalnum þar sem farið var í GPS ratleik og krökkunum skipt upp í nokkra hópa. Hverjum hóp voru kynnt undirstöðuatriðin í meðferð GPS tækja og hvernig tækin virka. Liðstjóri hvers liðs fékk svo gögn um leikinn og keppnin hófst. Á hverri stöð þurfti að leysa saman þrautir og verkefni áður en ákvörðunarstað var náð.

Í kvöld var svo grillað í Bláfjöllum og búast má við að krakkarnir sofni vel eftir fjörugan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kópaþrek

Höfundur

Skíðadeild Breiðabliks
Skíðadeild Breiðabliks
Kópaþrek Skíðakrakkar 13-16 ára
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG 5453
  • IMG 5459
  • IMG 5460
  • IMG 5463
  • IMG 5467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband