Kópaþreki 2010 aflýst!

Góðan dag!!

Við tókum þá erfiðu ákvörðun núna í hádeginu að blása Kópaþrekið af þetta árið sökum dræmrar þátttöku.

Það er fullur skilningur á því hjá okkur að síðastliðinn vetur var fólki afar erfiður, sunnan, vestan og austanlands sökum snjóleysis og er það klárlega að hafa áhrif á þátttökuna.

Við ætlum samt ekki að gefast upp, vonum að komandi vetur verði okkur hagstæðari og við komum tvíefld að ári og blásum þá aftur lífi í Kópaþrekið.

Þeir sem voru búnir að greiða þátttökugjaldið, vinsamlegast setjið ykkur í samband við Gísla í bsmidjan@simnet.is til að fá endurgreitt.

Með bestu kveðju
f.h. Kópaþreksnefndarinnar
Heiður Hjaltadóttir
formaður skíðadeildar Breiðabliks.


Enn hægt að bætast í hópinn

Þeir sem vilja bætast í hópinn og koma á Kópaþrek geta það enn. Við hvetjum alla skíðakrakka 13-16 ára, úr öllum félögum á landinu, hvort sem þeir æfa alpagreinar eða skíðagöngu, til að fjölmenna á Kópaþrek. Það verður mikið um að vera og bara gaman.

Allar upplýsingar um hvernig á að skrá sig, dagskrána o.fl. er að finna hér að neðan.


Útbúnaðarlisti

Mikilvægt er að þátttakendur séu vel útbúnir og hafi eftirtalið meðferðis: 

  • Svefnpoki og náttföt
  • Útigalli
  • Góðir skór (úti)
  • Íþróttaskór (fyrir hlaup og æfingar)
  • Íþróttagalli
  • Sundföt
  • Handklæði
  • Snyrtidót
  • Húfa og vettlingar
  • Góða skapið Smile


Upplýsingar vegna skráningar

Við minnum á að skráning á Kópaþrek stendur til 20. september nk. hjá bsmidjan@simnet.is. Við skráningu þarf að koma fram fullt nafn þátttakanda, kennitala, heimilisfang og sími og nafn forráðamanns.

Þátttökugjaldið er 14.000 kr. fyrir þá sem eru á höfuðborgarsvæðinu en 17.000 kr. fyrir aðra (með ferðakostnaði). Í gjaldinu er allt innifalið, s.s. gisting, fullt fæði, óvissuferð, Kópaþrekspeysa og ýmislegt fleira. Glæsileg verðlaun eru í boði. Upplýsingar um ferðatilhögun þeirra sem koma utan af landi verða birtar á þessari síðu þegar nær dregur.

Þátttökugjaldið skal greiða við skráningu eða í síðasta lagi 20. september nk. inn á reikning: 130-05-112373, kt. 550483-0259.

Það verður margt um að vera á Kópaþreki og ýmsar nýjungar í bígerð.  Þetta verður frábært!

 

 

 


Dagskráin

Skráning á Kópaþrek 1.-3. október nk. er í fullum gangi og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Þetta verður bara gaman Smile

Dagskrá:

Föstudagur 1. október

18.00 Mæting í skíðaskála Breiðabliks, Bláfjöllum.

19.00 Létt æfing.

20.00 Kvöldmatur.

21.00 Kvöldgleði með góðum gesti.

23.30 Hátttími.

Laugardagur 2. október

07.45 Morgunmatur hefst.

9.15-11.30 Þrekpróf.

11.30-12.30 Hádegismatur og hvíld

13.30-15.30 Þrautir og stöðvaræfingar.

16.00-16.30 Sturta og hrein föt.

17.15-20.00 Óvissuferð. Kvöldmatur.

22.00-24.00 Samvera í skíðaskála.

24.00 Háttatími.

Sunnudagur 3. október

09.00 Morgunmatur.

10.00-12.30. Hreyfing.

13:00 Hádegismatur.

13:45 Verðlaunaafhending og myndataka.

14.00 Kópaþreki slitið. Haldið heim.

 

Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskrá ef þörf þykir.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Skíðadeild Breiðabliks

 

 

 


Skráning hafin á Kópaþrek 2010

Nú er undirbúningur kominn á fullt fyrir hið árlega Kópaþrek hjá okkur í Breiðabliki. Við þurftum að færa það aftur um eina viku og vonum að það komi ekki að sök. Kópaþrekið verður haldið helgina 1. -3. október n.k. í Bláfjöllum fyrir krakka/unglinga fædda 1994-1997 (13-16 ára).

Fyrirkomulagið verður svipað og undanfarin ár, þ.e. við sjáum um að koma þátttakendum utan af landi á staðinn og til baka aftur. Gisting, matur og ferðir eru innifaldar í kostnaðinum. Kostnaði verður haldið í lágmarki og hefur verið ákveðið að lækka kostnaðinn frá því í fyrra, en þetta verða 14.000 kr. fyrir þátttakendur af höfuðborgarsvæðinu, en 17.000 kr. fyrir þá sem koma utan af landi.   

Dagskráin verður send út um leið og hún verður klár, en búast má við einhverjum áherslubreytingum þar sem nýir aðilar koma nú að æfingunum. Keppst er að því að gera helgina sem skemmtilegasta fyrir þátttakendurna og vonum við að allir hafi gaman af.  

 

Skráning sendist á Gísla Gíslason á netfangið bsmidjan@simnet.is sem fyrst eða í síðasta lagi 20. september.  

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband, heidurhjalta@gmail.com, 894-2997. 


Hvað er Kópaþrek?

    

 

Kópaþrek eru æfingabúðir sem skíðadeild Breiðabliks hefur haldið árlega að hausti fyrir 13-16 ára ungmenni sem æfa skíði (alpagreinum og skíðagöngu). 

 

Gist er frá föstudegi til sunnudags í skíðaskála deildarinnar í Bláfjöllum. Ávallt er margt um að vera og mikið fjör, æfingar og skemmtun í bland.

 

Í Bláfjöllum fara fram æfingar og þrautir sem byggjast á samvinnu og hópastarfi undir leiðsögn reyndra þjálfara. Á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi, eða einhverju öðru æfingasvæði, fer fram þrekpróf og getur hver og einn þannig séð hvernig hann stendur og borið árangur sinn saman á milli ára. Áhersla er lögð á að styrkja félagsleg tengls unglinganna og boðið er upp á ýmislegt skemmtilegt. Í fyrra kom t.d. Ingó veðurguð til okkar og venja er að fara í óvissuferð. 

 

Við hvetjum ykkur til að skoða myndir o.fl. frá síðustu árum.

 

 


Öll úrslit komin inn

Á meðfylgjandi skjali eru öll úrslit allra greina í Smáranum.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öll úrslit einstaklinga

Tafla með árangri hvers og eins verður sett hér inn síðar í dag, mánudag.

Úrslitin í Kópaþrekinu

Nú má nálgast úrslitin í öllum greinum Kópaþreksins.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Um bloggið

Kópaþrek

Höfundur

Skíðadeild Breiðabliks
Skíðadeild Breiðabliks
Kópaþrek Skíðakrakkar 13-16 ára
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 5453
  • IMG 5459
  • IMG 5460
  • IMG 5463
  • IMG 5467

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband